Tvö ár af samviskubiti yfir því að vera örugg Nataliia Pelypets skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Í dag eru liðin tvö ár frá því að átökin í heimalandi mínu, Úkraínu, stigmögnuðust. Að morgni 24. febrúar 2022 breyttist allt fyrir mig og alla aðra Úkraínumenn. Ég kom til Íslands sem nemi í gegnum Erasmus+ hálfu ári áður og eins og allir aðrir hafði ég alls kyns vonir, áætlanir og væntingar, en átökin eyðilögðu áætlanir allra Úkraínumanna og skildu aðeins eftir sameiginlegan draum um frið. Með samviskubit yfir að vera örugg Orð ná ekki að lýsa sársaukanum, gremjunni og reiðinni sem fylgdu þessum degi, en það vöknuðu um leið upp ýmsar flóknar tilfinningar. Annars vegar var ég svo heppinn að vera hér á Íslandi, eiga hlýtt heimili, mat og að búa við frelsi, en á hinn bóginn voru vinir mínir og fjölskylda að upplifa hræðilegt stríð. Ég var með samviskubit yfir því að vera örugg. En á meðan vinir mínir og ættingjar í heimalandinu börðust á víglínunum ákvað ég að gera mitt besta til að hjálpa þeim samlöndum mínum sem flúðu átökin til Íslands. Ég sótti strax um sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og í apríl 2022 hóf ég störf sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, með sérstaka áherslu á að styðja Úkraínumenn. Minni umfjöllun en verra ástand Nú, tveimur árum síðar, sér enn ekki fyrir endann á átökunum. Um daginn var ég spurð hvort ástandið væri að skána í Úkraínu, því fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefði minnkað svo mikið, en ástandið er ekkert betra en fyrir tveimur árum og gæti verið að versna. Úkraína og Rússland hafa misst yfir 500 þúsund mannslíf og milljónir saklausra Úkraínumanna þurfa að þola afleiðingar stríðsins daglega. Heilu borgirnar í Úkraínu, eins og Mariupol, sem áður hafði 450 þúsund íbúa, fleiri en allt Ísland, hafa verið gjöreyðilagðar. Ég á níu mánaða gamlan son og mig dreymir um að fara með hann til Úkraínu, sýna honum húsið sem ég ólst upp í og kynna hann fyrir úkraínskri menningu. En ég spyr mig á hverjum degi hvort það verði nokkurn tímann möguleiki. Íslendingar opnuðu hjörtu sín og heimili Ísland hefur nú tekið á móti um fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og veitt þeim fjárhagslega aðstoð, húsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börn. Öll erum við mjög þakklát fyrir þennan stuðning og auk hans hafa margir Íslendingar opnað hjörtu sín og heimili fyrir Úkraínumönnum. Það er huggun í því að Ísland hafi orðið annað heimili marga Úkraínumanna. Sjálf hef ég unnið að því að veita samlöndum mínum félagslegan stuðning, en við hjá Rauða krossinum vinnum að því að draga úr félagslegri einangrun flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og veita þeim öruggt rými til að hittast, tengjast og verja tíma með hvort öðru og öðrum meðlimum í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á fjölbreytt félagsstarf og kennum bæði íslensku og ensku. Gagnsemi heldur með gangandi Þegar ég hitti aðra Úkraínumenn sem hafa gengið í gegnum ólýsanlega erfiðleika í heimalandinu fæ ég oft samviskubit. En móttaka og stuðningur við flóttafólk er hluti af kjarnanum í starfsemi Rauða krossins og það hjálpar að vita að félagið getur bætt líf þessa fólks. Á hverjum degi vinnur starfsfólk og sjálfboðaliðar okkar að því að veita þeim sálrænan stuðning, fataaðstoð og stuðning í daglegu lífi. Fleiri en 1760 Úkraínumenn hafa gist í skammtímadvöl fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og meira en þúsund Úkraínumenn hafa tekið þátt í félagsstarfinu okkar og nýtt sér verkefni sem stuðla að inngildingu. Auk þess vinnur Rauði krossinn að fjölskyldusameiningum, sem ganga út á að því að sameina fjölskyldur sem hafa orðið aðskildar. Ég kom líka á fót verkefni fyrir Úkraínumenn sem heitir „Velkomin til Íslands“, en það eru vinnustofur um menningu og gildi íslensks samfélags og fleira sem miðar að inngildingu Úkraínumanna á Íslandi. Þessi vinna hefur veitt mér styrk og sú tilfinning að ég sé að gera gagn fyrir samlanda mína og hafa áhrif er eldsneytið sem heldur mér gangandi. Evrópuverkefni fyrir andlega heilsu Nú vinn ég í verkefni sem heitir EU4Health og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið gengur út á að veita þolendum átakanna í Úkraínu sálrænan stuðning, en mörg þeirra sem koma frá Úkraínu hafa misst ættingja og heimili og orðið viðskila við ástvini eða þurft að flýja sprengjuárásir eða hernám. Þetta hefur allt umtalsverð áhrif á fólk og getur skapað líkamleg og andleg heilsufarsvandamál. Þessi leyndu sár geta valdið alvarlegum og langtíma skaða, bæði fyrir einstaklinga og heilu samfélögin. EU4Health verkefnið sér til þess að það sé einhver til staðar sem hlustar, sýnir samkennd og bendir á lífsnauðsynlegar upplýsingar. Verkefnið er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og leggur áherslu á sálræna fyrstu hjálp til að bæta andlega heilsu þolenda átakanna. Höfundur er verkefnafulltrúi í sálfélagslegum stuðningi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin tvö ár frá því að átökin í heimalandi mínu, Úkraínu, stigmögnuðust. Að morgni 24. febrúar 2022 breyttist allt fyrir mig og alla aðra Úkraínumenn. Ég kom til Íslands sem nemi í gegnum Erasmus+ hálfu ári áður og eins og allir aðrir hafði ég alls kyns vonir, áætlanir og væntingar, en átökin eyðilögðu áætlanir allra Úkraínumanna og skildu aðeins eftir sameiginlegan draum um frið. Með samviskubit yfir að vera örugg Orð ná ekki að lýsa sársaukanum, gremjunni og reiðinni sem fylgdu þessum degi, en það vöknuðu um leið upp ýmsar flóknar tilfinningar. Annars vegar var ég svo heppinn að vera hér á Íslandi, eiga hlýtt heimili, mat og að búa við frelsi, en á hinn bóginn voru vinir mínir og fjölskylda að upplifa hræðilegt stríð. Ég var með samviskubit yfir því að vera örugg. En á meðan vinir mínir og ættingjar í heimalandinu börðust á víglínunum ákvað ég að gera mitt besta til að hjálpa þeim samlöndum mínum sem flúðu átökin til Íslands. Ég sótti strax um sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og í apríl 2022 hóf ég störf sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, með sérstaka áherslu á að styðja Úkraínumenn. Minni umfjöllun en verra ástand Nú, tveimur árum síðar, sér enn ekki fyrir endann á átökunum. Um daginn var ég spurð hvort ástandið væri að skána í Úkraínu, því fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefði minnkað svo mikið, en ástandið er ekkert betra en fyrir tveimur árum og gæti verið að versna. Úkraína og Rússland hafa misst yfir 500 þúsund mannslíf og milljónir saklausra Úkraínumanna þurfa að þola afleiðingar stríðsins daglega. Heilu borgirnar í Úkraínu, eins og Mariupol, sem áður hafði 450 þúsund íbúa, fleiri en allt Ísland, hafa verið gjöreyðilagðar. Ég á níu mánaða gamlan son og mig dreymir um að fara með hann til Úkraínu, sýna honum húsið sem ég ólst upp í og kynna hann fyrir úkraínskri menningu. En ég spyr mig á hverjum degi hvort það verði nokkurn tímann möguleiki. Íslendingar opnuðu hjörtu sín og heimili Ísland hefur nú tekið á móti um fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og veitt þeim fjárhagslega aðstoð, húsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börn. Öll erum við mjög þakklát fyrir þennan stuðning og auk hans hafa margir Íslendingar opnað hjörtu sín og heimili fyrir Úkraínumönnum. Það er huggun í því að Ísland hafi orðið annað heimili marga Úkraínumanna. Sjálf hef ég unnið að því að veita samlöndum mínum félagslegan stuðning, en við hjá Rauða krossinum vinnum að því að draga úr félagslegri einangrun flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og veita þeim öruggt rými til að hittast, tengjast og verja tíma með hvort öðru og öðrum meðlimum í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á fjölbreytt félagsstarf og kennum bæði íslensku og ensku. Gagnsemi heldur með gangandi Þegar ég hitti aðra Úkraínumenn sem hafa gengið í gegnum ólýsanlega erfiðleika í heimalandinu fæ ég oft samviskubit. En móttaka og stuðningur við flóttafólk er hluti af kjarnanum í starfsemi Rauða krossins og það hjálpar að vita að félagið getur bætt líf þessa fólks. Á hverjum degi vinnur starfsfólk og sjálfboðaliðar okkar að því að veita þeim sálrænan stuðning, fataaðstoð og stuðning í daglegu lífi. Fleiri en 1760 Úkraínumenn hafa gist í skammtímadvöl fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og meira en þúsund Úkraínumenn hafa tekið þátt í félagsstarfinu okkar og nýtt sér verkefni sem stuðla að inngildingu. Auk þess vinnur Rauði krossinn að fjölskyldusameiningum, sem ganga út á að því að sameina fjölskyldur sem hafa orðið aðskildar. Ég kom líka á fót verkefni fyrir Úkraínumenn sem heitir „Velkomin til Íslands“, en það eru vinnustofur um menningu og gildi íslensks samfélags og fleira sem miðar að inngildingu Úkraínumanna á Íslandi. Þessi vinna hefur veitt mér styrk og sú tilfinning að ég sé að gera gagn fyrir samlanda mína og hafa áhrif er eldsneytið sem heldur mér gangandi. Evrópuverkefni fyrir andlega heilsu Nú vinn ég í verkefni sem heitir EU4Health og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið gengur út á að veita þolendum átakanna í Úkraínu sálrænan stuðning, en mörg þeirra sem koma frá Úkraínu hafa misst ættingja og heimili og orðið viðskila við ástvini eða þurft að flýja sprengjuárásir eða hernám. Þetta hefur allt umtalsverð áhrif á fólk og getur skapað líkamleg og andleg heilsufarsvandamál. Þessi leyndu sár geta valdið alvarlegum og langtíma skaða, bæði fyrir einstaklinga og heilu samfélögin. EU4Health verkefnið sér til þess að það sé einhver til staðar sem hlustar, sýnir samkennd og bendir á lífsnauðsynlegar upplýsingar. Verkefnið er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og leggur áherslu á sálræna fyrstu hjálp til að bæta andlega heilsu þolenda átakanna. Höfundur er verkefnafulltrúi í sálfélagslegum stuðningi hjá Rauða krossinum.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar