Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:00 Yann Sommer hefur átt magnað tímabil. Marco Luzzani/Getty Images Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira