Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 06:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur framlengt sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07