Áfallið kalli á heildarendurskoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira