Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:36 Jón Baldvin, fyrir miðju, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram og Juku-Kalle Raid, þingmanni á eistneska þinginu. Askur Alas Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag. Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag.
Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira