Í vörn fyrir hálendið: Andmæli við hugmyndir um endurnýjun Kjalvegar Guðmundur Björnsson skrifar 21. febrúar 2024 12:00 Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umhverfismál Guðmundur Björnsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun