Vilja breiðfylkingu um flug til Húsavíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 10:51 Flugfélagið Ernir annast áætlunarflug til og frá Húsavík. Vísir/Friðrik Forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga segja að komi ekki til kraftaverks verði áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis frá Reykjavík til Húsavíkur hætt um næstu mánaðarmót. Stéttarfélagið kallar eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Tímabundnir samningar til þriggja mánaða náðust milli flugfélagsins og Vegagerðarinnar í lok nóvember síðastliðinn. Fyrir það höfðu samningar náðst um tveggja mánaða flug en fyrir október ætluðu forsvarsmenn Ernis að hætta að fljúga þar sem tap hefði verið á flugleiðinni um nokkurt skeið. Það þýðir að óbreyttu að áætlunarflugi til Húsavíkur verður hætt eftir næstu mánaðarmót. Framsýn segir í tilkynningu sinni að full ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Segja þeir að forsvarsmenn félagsins hafi verið í sambandi við stjórnendur Ernis, sveitarstjórnarmenn, stjórnvöld og þingmenn Norðausturkjördæmis. Markmiðið sé að mynda breiðfylkingu um áframhaldandi flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Segir ennfremur að ekki þurfi að fara mörgum orðum yfir mikilvægi þess fyrir Þingeyinga og alla þá sem treysta þurfi á öruggar flugsamgöngur milli landshluta að fluginu verði viðhaldið. Segjast forsvarsmenn Framsýnar jafnframt að þeir hafi þegar komið áhyggjum sínum á framfæri við þingmenn kjördæmisins og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar með bréfi. Ágætu þingmenn Flugfélagið Ernir hóf að fljúga til Húsavíkur í apríl 2012. Þá höfðu flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur legið niðri í tæp 12 ár. Frá þeim tíma hafa forsvarsmenn flugfélagsins átt mjög gott samstarf við heimamenn um flugið enda mikilvæg samgönguæð milli landshluta. Forsvarsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga, stéttarfélaga, ríkisstofnana, sem og íbúar hafa kallað eftir öruggum flugsamgöngum inn á svæðið. Hvað ákall heimamanna varðar um viðunandi samgöngur, hefur Framsýn stéttarfélag nánast frá upphafi komið að því að styrkja flugleiðina Reykjavík-Húsavík með magnkaupum á flugmiðum fyrir sína félagsmenn, sem eru rúmlega þrjú þúsund, auk þess sem félagið hefur komið að markaðssetningu flugfélagsins hvað varðar áætlunarflug til Húsavíkur. Markmið Framsýnar hefur verið að tryggja flugsamgöngur inn á svæðið og tryggja um leið flugfargjöld á viðráðanlegu verði fyrir félagsmenn, sem margir hverjir hafa lítið á milli handanna. Almennt má segja að mikil ánægja hafi verið meðal félagsmanna Framsýnar og íbúa í Þingeyjarsýslum með frumkvæði félagsins að stuðla að því að tryggja flugsamgöngur í góðu samstarfi við aðra hagsmunaaðila. Vissulega hefur gefið á móti, en fram að þessu hafa menn komist klakklaust í gegnum brimskaflana hvað áætlunarflugið varðar. Eins og þingmönnum er vel kunnugt um hefur rekstrargrundvöllur fyrir innanlandsflugi ekki verið upp á marga fiska og því hefur ríkið þurft að koma að því að ríkisstyrkja nokkrar flugleiðir með útboðum eða með sértækum aðgerðum, s.s. til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Styrkurinn til Húsavíkur kom til á síðasta ári þegar núverandi eigendur Flugfélagsins Ernis gáfu út að þeir væru að gefast upp á flugi til Húsavíkur nema til kæmi ríkisstuðningur á flugleiðinni, líkt og væri með annað áætlunarflug til smærri staða á Íslandi. Í kjölfarið kom Vegagerðin að því tímabundið að styrkja flugleiðina. Nú er svo komið að áætlunarflugi til Húsavíkur verður hætt um næstu mánaðamót fáist ekki frekari stuðningur frá ríkinu. Undirritaður fh. Framsýnar hefur fundað með forsvarsmönnum flugfélagsins síðustu daga, þar sem þetta hefur verið staðfest. Fari svo að fluginu verði hætt, sem flest virðist því miður benda til, er um að ræða gríðarlegt reiðarslag fyrir Þingeyinga og alla þá aðra sem eiga erindi inn á svæðið. Höfum í huga að fjölmargir þurfa að reiða sig á flugið fyrir utan svokallaða hagsmunaaðila sem nefndir eru hér að ofan, það er allur sá fjöldi sem þarf af heilsufarsástæðum að leita lækninga og sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og treystir á öruggar flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Svo ekki sé talað um útgjöldin sem munu stóraukast, ekki síst hjá efnalitlu fólki, hætti áætlunarflugið um mánaðamótin. Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar fimmtudaginn 15. febrúar var formanni félagsins falið að skrifa þingmönnum kjördæmisins bréf þar sem kallað verði eftir stuðningi þeirra við að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur. Þess er vænst að þingmenn svari ákalli Þingeyinga og gangi til liðs við heimamenn í þessu mikilvæga í atvinnu- og byggðamáli. Fulltrúar Framsýnar eru reiðubúnir að funda með þingmönnum og/eða veita þeim frekari upplýsingar verði eftir því leitað enda mikilvægt að þingmenn séu vel upplýstir um málið. Fréttir af flugi Norðurþing Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. 2. október 2023 14:01 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Tímabundnir samningar til þriggja mánaða náðust milli flugfélagsins og Vegagerðarinnar í lok nóvember síðastliðinn. Fyrir það höfðu samningar náðst um tveggja mánaða flug en fyrir október ætluðu forsvarsmenn Ernis að hætta að fljúga þar sem tap hefði verið á flugleiðinni um nokkurt skeið. Það þýðir að óbreyttu að áætlunarflugi til Húsavíkur verður hætt eftir næstu mánaðarmót. Framsýn segir í tilkynningu sinni að full ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Segja þeir að forsvarsmenn félagsins hafi verið í sambandi við stjórnendur Ernis, sveitarstjórnarmenn, stjórnvöld og þingmenn Norðausturkjördæmis. Markmiðið sé að mynda breiðfylkingu um áframhaldandi flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Segir ennfremur að ekki þurfi að fara mörgum orðum yfir mikilvægi þess fyrir Þingeyinga og alla þá sem treysta þurfi á öruggar flugsamgöngur milli landshluta að fluginu verði viðhaldið. Segjast forsvarsmenn Framsýnar jafnframt að þeir hafi þegar komið áhyggjum sínum á framfæri við þingmenn kjördæmisins og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar með bréfi. Ágætu þingmenn Flugfélagið Ernir hóf að fljúga til Húsavíkur í apríl 2012. Þá höfðu flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur legið niðri í tæp 12 ár. Frá þeim tíma hafa forsvarsmenn flugfélagsins átt mjög gott samstarf við heimamenn um flugið enda mikilvæg samgönguæð milli landshluta. Forsvarsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga, stéttarfélaga, ríkisstofnana, sem og íbúar hafa kallað eftir öruggum flugsamgöngum inn á svæðið. Hvað ákall heimamanna varðar um viðunandi samgöngur, hefur Framsýn stéttarfélag nánast frá upphafi komið að því að styrkja flugleiðina Reykjavík-Húsavík með magnkaupum á flugmiðum fyrir sína félagsmenn, sem eru rúmlega þrjú þúsund, auk þess sem félagið hefur komið að markaðssetningu flugfélagsins hvað varðar áætlunarflug til Húsavíkur. Markmið Framsýnar hefur verið að tryggja flugsamgöngur inn á svæðið og tryggja um leið flugfargjöld á viðráðanlegu verði fyrir félagsmenn, sem margir hverjir hafa lítið á milli handanna. Almennt má segja að mikil ánægja hafi verið meðal félagsmanna Framsýnar og íbúa í Þingeyjarsýslum með frumkvæði félagsins að stuðla að því að tryggja flugsamgöngur í góðu samstarfi við aðra hagsmunaaðila. Vissulega hefur gefið á móti, en fram að þessu hafa menn komist klakklaust í gegnum brimskaflana hvað áætlunarflugið varðar. Eins og þingmönnum er vel kunnugt um hefur rekstrargrundvöllur fyrir innanlandsflugi ekki verið upp á marga fiska og því hefur ríkið þurft að koma að því að ríkisstyrkja nokkrar flugleiðir með útboðum eða með sértækum aðgerðum, s.s. til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Styrkurinn til Húsavíkur kom til á síðasta ári þegar núverandi eigendur Flugfélagsins Ernis gáfu út að þeir væru að gefast upp á flugi til Húsavíkur nema til kæmi ríkisstuðningur á flugleiðinni, líkt og væri með annað áætlunarflug til smærri staða á Íslandi. Í kjölfarið kom Vegagerðin að því tímabundið að styrkja flugleiðina. Nú er svo komið að áætlunarflugi til Húsavíkur verður hætt um næstu mánaðamót fáist ekki frekari stuðningur frá ríkinu. Undirritaður fh. Framsýnar hefur fundað með forsvarsmönnum flugfélagsins síðustu daga, þar sem þetta hefur verið staðfest. Fari svo að fluginu verði hætt, sem flest virðist því miður benda til, er um að ræða gríðarlegt reiðarslag fyrir Þingeyinga og alla þá aðra sem eiga erindi inn á svæðið. Höfum í huga að fjölmargir þurfa að reiða sig á flugið fyrir utan svokallaða hagsmunaaðila sem nefndir eru hér að ofan, það er allur sá fjöldi sem þarf af heilsufarsástæðum að leita lækninga og sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og treystir á öruggar flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Svo ekki sé talað um útgjöldin sem munu stóraukast, ekki síst hjá efnalitlu fólki, hætti áætlunarflugið um mánaðamótin. Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar fimmtudaginn 15. febrúar var formanni félagsins falið að skrifa þingmönnum kjördæmisins bréf þar sem kallað verði eftir stuðningi þeirra við að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur. Þess er vænst að þingmenn svari ákalli Þingeyinga og gangi til liðs við heimamenn í þessu mikilvæga í atvinnu- og byggðamáli. Fulltrúar Framsýnar eru reiðubúnir að funda með þingmönnum og/eða veita þeim frekari upplýsingar verði eftir því leitað enda mikilvægt að þingmenn séu vel upplýstir um málið.
Ágætu þingmenn Flugfélagið Ernir hóf að fljúga til Húsavíkur í apríl 2012. Þá höfðu flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur legið niðri í tæp 12 ár. Frá þeim tíma hafa forsvarsmenn flugfélagsins átt mjög gott samstarf við heimamenn um flugið enda mikilvæg samgönguæð milli landshluta. Forsvarsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga, stéttarfélaga, ríkisstofnana, sem og íbúar hafa kallað eftir öruggum flugsamgöngum inn á svæðið. Hvað ákall heimamanna varðar um viðunandi samgöngur, hefur Framsýn stéttarfélag nánast frá upphafi komið að því að styrkja flugleiðina Reykjavík-Húsavík með magnkaupum á flugmiðum fyrir sína félagsmenn, sem eru rúmlega þrjú þúsund, auk þess sem félagið hefur komið að markaðssetningu flugfélagsins hvað varðar áætlunarflug til Húsavíkur. Markmið Framsýnar hefur verið að tryggja flugsamgöngur inn á svæðið og tryggja um leið flugfargjöld á viðráðanlegu verði fyrir félagsmenn, sem margir hverjir hafa lítið á milli handanna. Almennt má segja að mikil ánægja hafi verið meðal félagsmanna Framsýnar og íbúa í Þingeyjarsýslum með frumkvæði félagsins að stuðla að því að tryggja flugsamgöngur í góðu samstarfi við aðra hagsmunaaðila. Vissulega hefur gefið á móti, en fram að þessu hafa menn komist klakklaust í gegnum brimskaflana hvað áætlunarflugið varðar. Eins og þingmönnum er vel kunnugt um hefur rekstrargrundvöllur fyrir innanlandsflugi ekki verið upp á marga fiska og því hefur ríkið þurft að koma að því að ríkisstyrkja nokkrar flugleiðir með útboðum eða með sértækum aðgerðum, s.s. til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Styrkurinn til Húsavíkur kom til á síðasta ári þegar núverandi eigendur Flugfélagsins Ernis gáfu út að þeir væru að gefast upp á flugi til Húsavíkur nema til kæmi ríkisstuðningur á flugleiðinni, líkt og væri með annað áætlunarflug til smærri staða á Íslandi. Í kjölfarið kom Vegagerðin að því tímabundið að styrkja flugleiðina. Nú er svo komið að áætlunarflugi til Húsavíkur verður hætt um næstu mánaðamót fáist ekki frekari stuðningur frá ríkinu. Undirritaður fh. Framsýnar hefur fundað með forsvarsmönnum flugfélagsins síðustu daga, þar sem þetta hefur verið staðfest. Fari svo að fluginu verði hætt, sem flest virðist því miður benda til, er um að ræða gríðarlegt reiðarslag fyrir Þingeyinga og alla þá aðra sem eiga erindi inn á svæðið. Höfum í huga að fjölmargir þurfa að reiða sig á flugið fyrir utan svokallaða hagsmunaaðila sem nefndir eru hér að ofan, það er allur sá fjöldi sem þarf af heilsufarsástæðum að leita lækninga og sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og treystir á öruggar flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Svo ekki sé talað um útgjöldin sem munu stóraukast, ekki síst hjá efnalitlu fólki, hætti áætlunarflugið um mánaðamótin. Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar fimmtudaginn 15. febrúar var formanni félagsins falið að skrifa þingmönnum kjördæmisins bréf þar sem kallað verði eftir stuðningi þeirra við að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur. Þess er vænst að þingmenn svari ákalli Þingeyinga og gangi til liðs við heimamenn í þessu mikilvæga í atvinnu- og byggðamáli. Fulltrúar Framsýnar eru reiðubúnir að funda með þingmönnum og/eða veita þeim frekari upplýsingar verði eftir því leitað enda mikilvægt að þingmenn séu vel upplýstir um málið.
Fréttir af flugi Norðurþing Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. 2. október 2023 14:01 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. 2. október 2023 14:01