Dádýr í bílljósum Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun