Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun Rakel Anna Boulter skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun