Förum varlega á vegum úti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 17:01 Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar