„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 06:44 Ungur drengur syrgður í líkhúsi á Rafah. AP/Hatem Ali Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira