Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 13:50 Hjalti Einarsson vélvirki í skemmunni á jörðinni Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð. Baldur Hrafnkell Jónsson Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15
Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45