Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 18:16 Upplýsingafundur Almannavarna vegna stöðunnar á Suðurnesjum fór fram í dag. Vísir/Ívar Fannar Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira