Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 06:44 Carlson varð þess heiðurs aðnjótandi að fá persónulega sögukennslu frá Pútín. AP/Sputnik/Gavriil Grigorov Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30