„Þegar maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 20:33 Gunnar Ágúst Halldórsson starfsmaður Ellerts Skúlasonar ehf. var einn þeirra sem vann við að moka yfir nýja hjáveitulögn HS Veitna við hraunjaðarinn í dag. Hann og félagar hans voru aðeins örfáum metrum frá hraunrennslinu. Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira