Nógu heilsuhraustur fyrir símtal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 16:09 Karl Bretakonungur og Rishi Sunak, forsætisráðherra á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira