Seðlabankinn hækkar raunvexti Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 7. febrúar 2024 19:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna farnar að skila árangri. Stöð 2/Ívar Fannar Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir (stýrivextir) bankans verði óbreyttir í 9,25 prósentum. Þeir sem skulda óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum var væntanlega létt að bankinn skyldi ekki hækka vextina. En ekki er allt sem sýnist. Verðbólga hefur minnkað hratt að undanförnu, nú síðast um heilt prósentustig milli desember og janúar og stendur í 6,7 prósentum. Á þessari mynd sést hvernig meginvextir voru neikvæðir frá janúar 2020 til júlí 2023 en eru nú orðnir jákvæðir.Grafík/Sara Allt frá janúar 2018 til febrúar 2020 var verðbólga lítil á íslenskan mælikvarða og dansar í kringum 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. Á sama tíma voru vextir nokkuð hærri en sem nam verðbólgunni. Síðan skellur covid-faraldurinn á og Seðlabankinn hóf að lækka vexti og það hratt og næstu þrjú árin var verðbólgan meiri en vaxtaprósentan. Þetta þýðir að þeir sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum voru með neikvæða vexti. Það er verðmæti húseignar þeirra jókst á sama tíma og höfuðstóll húsnæðislánsins rýrnaði. Eftir að meginvextir Seðlabankans höfðu verið í 0,75 prósentum í hálft ár, tók bankinn að hækka vexti á ný í maí 2021 og þar með hófst eltingaleikur vaxtanna við vaxandi verðbólgu. Þeim tímamótum var síðan náð í aðgerðum bankans í júlí í fyrra, að vextirnir urðu hærri en prósentutala verðbólgunnar. Þar með urðu raunvextir jákvæðir og í dag eru meginvextirnir 2,55 prósentum hærri en verðbólgan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólga verði komin niður í 4,1 prósent í lok þessa árs.Vísir/Vilhem Með því að halda meginvöxtunum óbreyttum í dag í stað þess að lækka þá í takti við minni verðbólgu er Seðlabankinn því að taka meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti. „Það er að skila sér núna með því að hagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt. Verðbólga er að minnka, það er að hægja á eftirspurn. Við erum að sjá bættan viðskiptajöfnuð,“ segir Ásgeir. Það sem réði mestu um hjöðnun verðbólgunnar um eitt prósentustig milli desember og janúar voru janúarútsölunnar og umtalsverð lækkun flugfargjalda. Sem að hluta má rekja til þess að heimilin eru farin að halda aftur af sér í neyslu, ferðast minna. Seðlabankastjóri bendir á að ferðaþjónustan í víðri merkingu sé orðin aðalútflutningsgrein þjóðarinnar í alþjóðlegri samkeppni. „Þannig að ef við höldum áfram að vera með miklar hækkanir og verðbólgu, meiri en aðrar þjóðir, erum við náttúrlega að prísa okkur út af markaði. Það er vel mögulegt líka. …. Það er ekki endilega sjálfgefið að fólk vilji koma til Íslands alltaf. Við erum í samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Vonast eftir breytingum eftir kjaraviðræður Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ ræddi við fréttamann í kvöldfréttum. Hann sagði það hafa verið vitað mál að vextir myndu ekki breytast í dag. „Ég geri ráð fyrir að Seðlabankinn vilji sjá hvað gerist í kjarasamningunum. Það er tiltölulega stutt í næstu vaxtabreytingu í mars. Og þá erum við að vonast eftir breytingum, að það lækki vextir,“ sagði Finnbjörn. Næsti vaxtaákvörðunardagur er tuttugasti mars. Finnbjörn kveðst vona að þá liggi fyrir niðurstaða í kjaraviðræðum. „Alla vega heildarkjarasamningana þó það verði einhverjir eftir. Þá ætti Seðlabankinn að geta tekið afstöðu til vaxtalækkunar út frá raunveruleika sem þá verður á staðnum.“ Finnbjörn segir ákvörðun ýmissa aðila í atvinnulífinu um að frysta eða lækka verð sín góða teikn um að aðilar ætli að taka undir með Alþýðusambandinu. „Þegar við erum búin að skrifa undir þurfa fyrirtækin að taka við og vera með eins mikið aðhald í hækkunum eins og hægt er og vonandi lækkanir eins og IKEA gerði.“ Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla. 7. febrúar 2024 15:32 Flutningar Grindvíkinga hafi lítil áhrif á fasteignamarkaðinn í borginni Seðlabankastjóri telur að brottflutningur fólks frá Grindavík vegna jarðhræringa muni ekki hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Áhrifin verði mögulega bundin við Reykjanes og nágrenni. „Það kæmi ekki á óvart ef íbúar vilja búa þar nálægt. Ég held að áhrifin verði aðallega þar í kring.“ 7. febrúar 2024 12:03 Seðlabankastjóri segir allt á réttri leið Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum. 7. febrúar 2024 11:52 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir (stýrivextir) bankans verði óbreyttir í 9,25 prósentum. Þeir sem skulda óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum var væntanlega létt að bankinn skyldi ekki hækka vextina. En ekki er allt sem sýnist. Verðbólga hefur minnkað hratt að undanförnu, nú síðast um heilt prósentustig milli desember og janúar og stendur í 6,7 prósentum. Á þessari mynd sést hvernig meginvextir voru neikvæðir frá janúar 2020 til júlí 2023 en eru nú orðnir jákvæðir.Grafík/Sara Allt frá janúar 2018 til febrúar 2020 var verðbólga lítil á íslenskan mælikvarða og dansar í kringum 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. Á sama tíma voru vextir nokkuð hærri en sem nam verðbólgunni. Síðan skellur covid-faraldurinn á og Seðlabankinn hóf að lækka vexti og það hratt og næstu þrjú árin var verðbólgan meiri en vaxtaprósentan. Þetta þýðir að þeir sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum voru með neikvæða vexti. Það er verðmæti húseignar þeirra jókst á sama tíma og höfuðstóll húsnæðislánsins rýrnaði. Eftir að meginvextir Seðlabankans höfðu verið í 0,75 prósentum í hálft ár, tók bankinn að hækka vexti á ný í maí 2021 og þar með hófst eltingaleikur vaxtanna við vaxandi verðbólgu. Þeim tímamótum var síðan náð í aðgerðum bankans í júlí í fyrra, að vextirnir urðu hærri en prósentutala verðbólgunnar. Þar með urðu raunvextir jákvæðir og í dag eru meginvextirnir 2,55 prósentum hærri en verðbólgan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólga verði komin niður í 4,1 prósent í lok þessa árs.Vísir/Vilhem Með því að halda meginvöxtunum óbreyttum í dag í stað þess að lækka þá í takti við minni verðbólgu er Seðlabankinn því að taka meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti. „Það er að skila sér núna með því að hagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt. Verðbólga er að minnka, það er að hægja á eftirspurn. Við erum að sjá bættan viðskiptajöfnuð,“ segir Ásgeir. Það sem réði mestu um hjöðnun verðbólgunnar um eitt prósentustig milli desember og janúar voru janúarútsölunnar og umtalsverð lækkun flugfargjalda. Sem að hluta má rekja til þess að heimilin eru farin að halda aftur af sér í neyslu, ferðast minna. Seðlabankastjóri bendir á að ferðaþjónustan í víðri merkingu sé orðin aðalútflutningsgrein þjóðarinnar í alþjóðlegri samkeppni. „Þannig að ef við höldum áfram að vera með miklar hækkanir og verðbólgu, meiri en aðrar þjóðir, erum við náttúrlega að prísa okkur út af markaði. Það er vel mögulegt líka. …. Það er ekki endilega sjálfgefið að fólk vilji koma til Íslands alltaf. Við erum í samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Vonast eftir breytingum eftir kjaraviðræður Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ ræddi við fréttamann í kvöldfréttum. Hann sagði það hafa verið vitað mál að vextir myndu ekki breytast í dag. „Ég geri ráð fyrir að Seðlabankinn vilji sjá hvað gerist í kjarasamningunum. Það er tiltölulega stutt í næstu vaxtabreytingu í mars. Og þá erum við að vonast eftir breytingum, að það lækki vextir,“ sagði Finnbjörn. Næsti vaxtaákvörðunardagur er tuttugasti mars. Finnbjörn kveðst vona að þá liggi fyrir niðurstaða í kjaraviðræðum. „Alla vega heildarkjarasamningana þó það verði einhverjir eftir. Þá ætti Seðlabankinn að geta tekið afstöðu til vaxtalækkunar út frá raunveruleika sem þá verður á staðnum.“ Finnbjörn segir ákvörðun ýmissa aðila í atvinnulífinu um að frysta eða lækka verð sín góða teikn um að aðilar ætli að taka undir með Alþýðusambandinu. „Þegar við erum búin að skrifa undir þurfa fyrirtækin að taka við og vera með eins mikið aðhald í hækkunum eins og hægt er og vonandi lækkanir eins og IKEA gerði.“
Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla. 7. febrúar 2024 15:32 Flutningar Grindvíkinga hafi lítil áhrif á fasteignamarkaðinn í borginni Seðlabankastjóri telur að brottflutningur fólks frá Grindavík vegna jarðhræringa muni ekki hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Áhrifin verði mögulega bundin við Reykjanes og nágrenni. „Það kæmi ekki á óvart ef íbúar vilja búa þar nálægt. Ég held að áhrifin verði aðallega þar í kring.“ 7. febrúar 2024 12:03 Seðlabankastjóri segir allt á réttri leið Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum. 7. febrúar 2024 11:52 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla. 7. febrúar 2024 15:32
Flutningar Grindvíkinga hafi lítil áhrif á fasteignamarkaðinn í borginni Seðlabankastjóri telur að brottflutningur fólks frá Grindavík vegna jarðhræringa muni ekki hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Áhrifin verði mögulega bundin við Reykjanes og nágrenni. „Það kæmi ekki á óvart ef íbúar vilja búa þar nálægt. Ég held að áhrifin verði aðallega þar í kring.“ 7. febrúar 2024 12:03
Seðlabankastjóri segir allt á réttri leið Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum. 7. febrúar 2024 11:52
Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46