Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 14:24 Gina Carano á frumsýningu Star Wars: Rise of Skywalker árið 2019. Getty/Rodin Eckenroth Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent