Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 13:24 Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. Lögreglan á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum. Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41