Nú þurfa Stólarnir að passa skiptingarnar: Klúður í fyrravetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 14:00 Keyshawn Woods er búinn að vinna einn Íslandsmeistaratitil á Íslandi og stefnir nú á að bæta öðrum við. Fyrst þarf liðið hins vegar að komast í úrslitkeppnina. Vísir/Bára Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur. Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn