Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 11:56 Stjórnarmaður í RÚV vill meina að Lilja af úvistað málinu til Bjarna Vísir/Vilhelm Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. „Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“ Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“
Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent