Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:30 Viðmælendur dagsins voru á sama máli hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision í ár. Vísir Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10