Sló óvænt í gegn í Kína eftir lygilega atburðarás á Laugaveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Anna (lengst til hægri á mynd) elti hópinn uppi, eins og sést á þessu skjáskoti úr þættinum Divas hit the road. Brot úr þættinum má finna í innslaginu neðst í fréttinni. Úkraínsk kona sem rekur verslanir með vefnaðarvörur í Miðborginni hefur óvænt slegið í gegn í Kína eftir að hópur kínverskra stórstirna gerði stórinnkaup í búð hennar á Laugavegi. Við hittum hinn unga og metnaðarfulla atvinnurekanda í Íslandi í dag og ræddum lygilega atburðarásina. Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum. Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum.
Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira