Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 11:12 Sema Erla er formaður stjórnar Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira