„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig vel á EM en vill meiri árangur. VÍSIR/VILHELM Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira