Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 19:52 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er óánægður með framlengingu Reykjavíkurborgar á leyfi tjaldbúa við Austurvöll. Tjaldbúðirnar séu hörmung og herða þurfi landamæraeftirlit. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent