Oft er þörf, nú er nauðsyn; textun á innlendu sjónvarpsefni Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 23:30 Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Það eru margir búnir að bíða ansi lengi hvenær textun verður bara svo sjálfsögð að það þurfi ekki að biðja um textun á hinum og þessum innledu þáttum eða bíomyndum. Nú í þessum skrifuðum orðum er leikur Íslands og Þýskalands nýlega búinn. Stofan í RÚV fjallar um leikinn fyrir og eftir og í hléi, kannski rétt að segja kryfur leikinn til mergjar og gefur fólki tækifæri til að sjá hinar ýmsu skoðanir manna á þessu og þessu færinu, vítinu, dómaragæslunni o.s.frv. Það er enginn texti í Stofunni sem er svo merkilega vel tæknilega uppsett, að það þurfti að gera frétt um settið í Stofunni í RÚV, svo nýmóðins er það. Flaggskip RÚV að leggja sitt á vogarskálarnar í að landsmennn geti fylgst með handboltanum heima í stofu um hvatt íslensku strákana okkar til dáða EN það er ekki ALLRA því ekkert er lagt í textaaðgengi. Talandi um tölur hverjir þurfa á textun að halda þá er það um 17-20% landsmanna sem heyra illa eða ekkert. Það að þjóðin fylgist með handboltaleik strákanna okkar er partur af lífinu á Íslandi en það fá bara útvaldir að vera með, okkur sem ekki heyrum eða heyrum illa er gróflega mismunað. TEXTIÐ STOFUNA NÚNA STRAX Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum og hefur lengi barist fyrir táknmáli og textun á innlent sjónvarpsefni á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmáls námsefni og sagt fréttir á táknmáli RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Fjölmiðlar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Það eru margir búnir að bíða ansi lengi hvenær textun verður bara svo sjálfsögð að það þurfi ekki að biðja um textun á hinum og þessum innledu þáttum eða bíomyndum. Nú í þessum skrifuðum orðum er leikur Íslands og Þýskalands nýlega búinn. Stofan í RÚV fjallar um leikinn fyrir og eftir og í hléi, kannski rétt að segja kryfur leikinn til mergjar og gefur fólki tækifæri til að sjá hinar ýmsu skoðanir manna á þessu og þessu færinu, vítinu, dómaragæslunni o.s.frv. Það er enginn texti í Stofunni sem er svo merkilega vel tæknilega uppsett, að það þurfti að gera frétt um settið í Stofunni í RÚV, svo nýmóðins er það. Flaggskip RÚV að leggja sitt á vogarskálarnar í að landsmennn geti fylgst með handboltanum heima í stofu um hvatt íslensku strákana okkar til dáða EN það er ekki ALLRA því ekkert er lagt í textaaðgengi. Talandi um tölur hverjir þurfa á textun að halda þá er það um 17-20% landsmanna sem heyra illa eða ekkert. Það að þjóðin fylgist með handboltaleik strákanna okkar er partur af lífinu á Íslandi en það fá bara útvaldir að vera með, okkur sem ekki heyrum eða heyrum illa er gróflega mismunað. TEXTIÐ STOFUNA NÚNA STRAX Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum og hefur lengi barist fyrir táknmáli og textun á innlent sjónvarpsefni á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmáls námsefni og sagt fréttir á táknmáli RÚV.