Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2024 19:21 Frá fundi breiðfylkingar félaga innan ASÍ og SA hjá ríkissáttasemjara hinn 3. janúar síðast liðinn.Í Stöð 2/Einar Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27
Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði