Stöndum vörð um orkuöryggi Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun