Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“ Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“
Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira