Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson getur enn komið íslenska landsliðinu á Ólympíuleikana í París í sumar. vísir/vilhelm Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira