Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 09:01 Þrjú hús í Grindavík urðu hrauninu að bráð. Vísir/Arnar Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02