„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 08:00 Elliði Snær Viðarsson varð að láta sér nægja að vera uppi í stúku stóran hluta leiksins gegn Serbíu og mætir úthvíldur í leikinn við Svartfellinga. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira