„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 18:57 Fyrirliðinn steig upp á stærstu stundu fyrir liðið. Vísir / Vilhelm Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. „Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01