„Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2024 23:30 Aron ræddi við Vísi og Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 „Mér líst bara mjög vel á þetta. Hrikalega spenntur að vera kominn heim, var að hitta strákana í dag, geggjaður hópur sem tók vel á móti mér og er bara spenntur að byrja,“ sagði Aron Sigurðarson, nýjasti leikmaður KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir að vistaskiptin voru staðfest. Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira