Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Árni Sæberg skrifar 11. janúar 2024 14:28 Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum. Þar er töluvert mikils nikótíns neytt yfir verslunarmannahelgina. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins. Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins.
Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32