„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 14:20 Jodie Foster og Jimmy Kimmel í þætti Kimmels í gær. Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi. Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi.
Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein