Velferð dýra framar atvinnufrelsi til pyntinga Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir skrifa 9. janúar 2024 15:01 Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar