Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 10:56 Terje Aasland er olíu- og orkumálaráðherra í Noregi. Málið er á hans borði. Vísir/EPA Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins. Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins.
Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira