Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 20:01 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það vanti að minnsta kosti þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunafræðinga á stofnunina. Hún telur að ástandið batni eftir nokkur ár þegar margir sem eru að sérhæfa sig í heimilislækningum útskrifast. Vísir Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45