Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. janúar 2024 21:02 Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegum nýárstónleikum í Hörpu í kvöld og er Valdimar Guðmundsson meðal söngvara sem stíga á svið. Stöð 2 Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira