Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2024 19:03 Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh. AP/Hatem Ali Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19