Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 15:37 Það var ekki fögur sjón sem blasti við Sigurði Jökli Ólafssyni í sorpuferð í dag. Aðsend Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. Hann segir stöðuna ekki vera góða og að eitthvað þurfi að skoða verkferla. „Fyrir utan það að það er nú sjötti janúar í dag og heima hjá mér eru allir þá get ég ekki farið með neitt rusl vegna þess að það flæðir yfir allar tunnur. Það bendir mér allavega á að það þarf eitthvað að skoða einhvers staðar. Sorpa er nú sameign okkar á höfuðborgarsvæðinu.“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Á sorpi má sjá ástand samfélags Sigurður segir sér hafa blöskrað við að sjá þetta og segir að sorphirðuvandræði séu greinilega ekki neitt einskorðað við Reykjavíkurborg. „Það er ekkert allt á kafi í snjó og það er vika liðin af árinu þannig ég get ekki séð hvað er að tefja þetta. Svona faglega þarf eitthvað að skoða einhverja ferla,“ segir hann. „Það hefur löngum verið sagt að á sorpi megi sjá ástand samfélags og ef þetta er lýsandi þá má einungis geta í eyðurnar,“ segir Sigurður að lokum. Bílavandræði ollu töfunum Reykjavíkurborg tilkynnti að tafir hafi orðið á losun gáma á höfuðborgarsvæðinu vegna bilana tveggja sorphirðubíla en að starfsmenn hafi verið kallaðir til vinnu í dag á laugardegi til að losa úr gámum. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem lesa mátti í fyrri útgáfu að Sorpa kæmi að sorphirðu í Garðabæ. Hið rétta er að Garðabær er með sorphirðusamning við Íslenska gámafélagið. Sorpa Sorphirða Garðabær Tengdar fréttir Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Hann segir stöðuna ekki vera góða og að eitthvað þurfi að skoða verkferla. „Fyrir utan það að það er nú sjötti janúar í dag og heima hjá mér eru allir þá get ég ekki farið með neitt rusl vegna þess að það flæðir yfir allar tunnur. Það bendir mér allavega á að það þarf eitthvað að skoða einhvers staðar. Sorpa er nú sameign okkar á höfuðborgarsvæðinu.“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Á sorpi má sjá ástand samfélags Sigurður segir sér hafa blöskrað við að sjá þetta og segir að sorphirðuvandræði séu greinilega ekki neitt einskorðað við Reykjavíkurborg. „Það er ekkert allt á kafi í snjó og það er vika liðin af árinu þannig ég get ekki séð hvað er að tefja þetta. Svona faglega þarf eitthvað að skoða einhverja ferla,“ segir hann. „Það hefur löngum verið sagt að á sorpi megi sjá ástand samfélags og ef þetta er lýsandi þá má einungis geta í eyðurnar,“ segir Sigurður að lokum. Bílavandræði ollu töfunum Reykjavíkurborg tilkynnti að tafir hafi orðið á losun gáma á höfuðborgarsvæðinu vegna bilana tveggja sorphirðubíla en að starfsmenn hafi verið kallaðir til vinnu í dag á laugardegi til að losa úr gámum. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem lesa mátti í fyrri útgáfu að Sorpa kæmi að sorphirðu í Garðabæ. Hið rétta er að Garðabær er með sorphirðusamning við Íslenska gámafélagið.
Sorpa Sorphirða Garðabær Tengdar fréttir Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37