Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Jarðeðlisfræðingur segir minni líkur á eldgosi við Svartsengi í hættumatskorti endurspegla það að langlíklegast sé að eldsupptök verði í Sundhnúkagígaröð Veðurstofa Íslands Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent