Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Kristín með syni sínum Kristni á bráðamótttökunni um miðjan desember. Hún segir þau alltaf hafa fengið góða þjónustu á spítalanum. Kristín Waage Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira