MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2024 18:30 „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST. Vísir/Einar Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn. Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn.
Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent