Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 15:17 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri, þarf ekki veita mönnum, sem hliðhollir eru nasistum, inngöngu í lögregluskólann. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira