Vaxandi raforkusala á almennum markaði Heimir Þórisson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar