Heimatilbúin lífskjarakrísa Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 2. janúar 2024 12:00 Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Íslenska krónan Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun