Af eitraðri jákvæðni Ingrid Kuhlman skrifar 3. janúar 2024 07:01 Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun